Súpuuppskriftir

Súpur!

Brauðsúpa

250 gr rúgbrauð

1 lítri vatn

60 gr púðursykur

2 tsk kakó

½ tsk salt

sítrónusneiðar

½ kanilstöng

100 gr rúsínur

Aðferð:

Brjótið brauðið og bleytið í vatninu yfir nótt. Blandið saman kakói og sykri, hrærið út í dálitlu köldu vatni og bætið í pottinn ásamt salti, kanil og sítrónusneiðum. Sjóðið við vægan hita í 5-107 mínútur og þrýstið í gegnum sigti (eða skellið töfrasprotanum í pottinn áður en þið byrjið að sjóða, ekki samt sítrónu eða kanilþá er það sett út í eftir að hafa maukað þetta) berið fram með þeyttum rjóma.

Kakósúpa

8 dl mjólk

2 dl vatn

2 msk sykur

2 msk kakó

2 tsk kartöflumjöl

1 tsk vanilludropar

smásalt

Aðferð:

Hrærið kartöflumjölið út í örlitlu köldu vatni. Blandið kakói, sykri, salti, dropum og vatni í potti og látið sjóða, helliðmjólkinni í hitið að suðu og bætið þá kartöflumjölinu í. Hitið þar til súpan fer að þykkna, án þess að láta hana sjóða. Berið fram með þeyttum rjóma og/eða tvíbökum.

Sætsúpa

8 dl vatn

4 dl saft

1 msk kartöflumjöl

Aðferð:

Sjóðið saman vatn og saft. Hrærið kartöflumjöli útí vatn og hrærið út í súpuna.

Kjötsúpa

1 kg súpukjöt eða lambagúllas

1.8 l. vatn

1 laukur

1 msk salt

500 gr rófur

500 gr gulrætur

2 msk hrísgrjón

2 msk súpujurtir

Aðferð: Sjóðið

Lúðusúpa

7-800 gr lúða

2 fiskikraftsteningar

1.5 l vatn

2-3 msk hveiti

1 msk edik

3 lárviðarlauf

pipar

salt

1 eggjarauða

1 dl rjómi

12-15 sveskjur

Aðferð:

Skerið lúðuna í litka teninga og sjóðið með sveskjunum og fiskikrafti, takið fiskinn og sveskjur upp úr og geymið. Hrærið hveiti út í köldu vatni og hellið í súpuna og hrærið vel. Látið suðuna koma upp hrærið saman eggjarauðu og rjóma og bætiðísúpuna ásamt fiski og sveskjum. Hitið en sjóðið ekki.

Kjúklingasúpa með kókosmjólk:
Hráefni:

Kjúklingabringur cirka 300 grömm
4 vorlaukar
1 matskeið olía
2 stönglar sítrónugras (má sleppa)
1 hvítlauksgeiri, saxaður
1 matskeið ferskt engifer, rifið
8 desilítrar kjúklingakraftur eða soð
1 dós kókosmjólk (400 grömm)
1 teskeið sambal oelek
2 matskeiðar limesafi
1/2 teskeið rifinn limebörkur
1 teskeið sykur
Salt og pipar

Aðferð Kjúklingasúpa með kókosmjólk:

Skerið kjúklinginn í ræmur. Skerið vorlaukinn í sneiðar, en geymið græna hlutan til hliðar. Saxið ræturnar á sítrónugrasinu. Svitsið laukinn (hvíta endann) í olíunni, í potti. Hellið hvítlauk, engifer og sítrónugrasi í pottinn og svitsið með í smá stund. Hellið soði, kókosmjólk, sambal oelek, limesafa, berki og sykri í. Látið suðuna koma upp. Setjið kjúklinginn í. Látið þetta malla í cirka 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar. Skreytið að lokum með grænum vorlauk.

Gulrótarsúpa (fyrir 4)
Hráefni:

2 laukar
8 stórar gulrætur
2 matskeiðar ólífuolía
1/2 lítri vatn
Smá rifinn engifer
1 teskeið karrý
Creme fraiche
Karsi eða steinselja

Aðferð:

Hakkið laukinn og steikið í olíu ásamt karrý (í potti). Rífið gulræturnar og skellið þeim í pottinn, ásamt vatni, látið þetta sjóða í smá stund. Blandið súpuna með stafblandara eða hellið henni í venjulegan blandar og hellið henni svo aftur í pottinn. Kryddið með rifnum engifer og smakkið til með salti og pipar. Bætið að lokum creme fraiche í þar til súpan nær réttri áferð. Skreytið með steinselju eða karsa og berið fram með súpubrauði.

Fiskisúpa veiðimannsins (fyrir 4-6)
Hráefni:

2 gulrætur
1 laukur
Blómkál eftir smekk
1/4 hvítkál
1/2 lítri vatn
1/2 lítri mysa
2-3 fiskiteningar
1 gráðaostur
1/2 lítri rjómi
300 grömm rækjur
300 grömm kræklingur
Silungur eða lax

Aðferð:

Grænmetið er skorið smátt og soðið með fiskiteningunum, vatni og mysu. Osturinn settur út í og síðan rjóminn. Soðið vel og lengi. Silungur eða lax flakaður og roðhreinsaður og skorinn í fingurssvera strimla. Sett út í súpuna ásamt rækjum og kræklingi. Soðið við vægan hita í 7 mínútur. Súpuna má þykkja með því að hræra tvær eggjarauður saman við mjólk og hella varlega út í og hita að suðumarki (ekki sjóða).

Einföld sveppasúpa (fyrir 4)
Hráefni:

2 laukar
250 grömm sveppir
25 grömm þurrkaðir sveppir (má sleppa)
800 ml grænmetissoð (vatn + um það bil 3 teningar).
Ef ekki eru notaðið þurkaðir sveppir notið þá 1 lítra af vatni.
1/2 desilítri rjómi (notið magran rjóma)
1 desilítri undanrenna eða léttmjólk
2 matskeiðar spelt
1/4 teskeiðar múskat
1 matskeið kókosfeiti eða ólífuolía
Heilsusalt (Herbamare) og pipar

Aðferð:

Steikið sveppina og laukinn, í potti, í smá kókosfeiti eða ólífuolíu á lágum hita í 10-15 mínútur. Stráið speltinu yfir og hrærið vel í. Setjið þurrkuðu sveppina, ef þeir eru notaðir, í skál með 2 desilítrum af sjóðandi vatni í 20 mínútur. Bætið soðinu í pottinnn, og sjóðið súpuna á lágum hita í 20 mínútur. Hellið vatninu og þurrkuðu svepunum út í súpuna. Bætið að lokum rjóma, mjólk og múskati út í. Bragðið súpuna til með salti og pipar.

Það er æðislega gott að nota um 25 grömm af þurkuðum sveppum (til dæmis blöndu af Shitake og Porcini sveppum), Nota þarf nóg af heitu vatni til að þekja sveppina. Látið liggja í bleyti í 30 mínútur (ekki hella vatninu af og notið það svo í súpuna)

Ef afgangur verður af súpunni er gott að bæta út í hana soðnum hrísgrjónum og frosnum grænum baunum. Líka má bæta í hana blómkáli, spergilkáli, gulrótum og fleiru, bara því sem til er í ísskápnum.

Ljúffeng tómatsúpa
5 dósir niðursoðnir tómatar
2 laukar
4 stórar kartöflur
1 lítill blaðlaukur
3 stilkar sellerí
4 msk. tómatpúrra
2 grænmetisteningar
½ – 1 tsk. pipar
1 tsk. óreganó
Sjávarsalt
Soðnar makkarónur eða pastaskrúfur

Aðferð:
Grófskerið laukinn. Afhýðið kartöflurnar og skerið í sneiðar. Sneiðið blaðlaukinn og sellerístilkana. Merjið tómatana. Setjið allt hráefnið (nema pastað) í stóran pott og kryddið.
Sjóðið við vægan hita í 1 – 1 ½ klst. Maukið með töfrasprota eða hellið í gegnum sigti og merjið grænmetið í gegnum það. Setjið soðið pastað út í súpuna rétt áður en hún er borin fram.
Gott er að bera fram með sýrðum eða léttþeyttum rjóma.

Fljótleg tómatsúpa
Á þennan máta er auðvelt að gera pakkasúpuna betri.
Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Fljótleg tómatsúpa.

1 dós tómatsúpa (440 grömm)
2 ½ desilíter mjólk
2 desilítrar vatn
4 matskeiðar sýrður rjómi

Aðferð:

Hellið súpunni í pott. Bætið mjólk og vatni útí tómatsúpuna og látið suðuna koma upp. Berið fram með smá slettu af sýrðum rjóma. Súpan bragðast mun betur ef hún er jöfnuð með mjólk og vatni.

Pastasúpa
Góð súpa sem krakkar elska.

laukur
hvítlaukur 3-4 rif
1græn og 1 rauð paprika
2dósir niðurs.tómatar
1 dós tómatpúrra
2-4 kartöflur
3-4 gulrætur
blómkál ef vill
1,5 l vatn
3 kjúklingateningar
Pastaslaufur
olía

Aðferð:
skerið lauk og hvítlauk og mýkið í olíunni í pottinum,setjið grænmeti útí skorið í hæfilega bita og hellið svo vatni,tómötum og tómatpúrru ásamt teningum útí.Látið sjóða í ca 10 mín og setjið þá pastað útí og sjóðið áfram í 10-15 mínútur.
Gott að rífa parmessanost yfir súpuna á disknum þegar hún er borin fram.

Þettabragðastvel-Súpan
mjög girnileg og matarmikil súpa

½ l vatn
¼ l mjólk
¼ l rjómi
3-5 beikonsneiðar
2 msk. matarolía
200 g nautahakk
1/2 stór laukur, saxaður
1 msk saxaður Chilipipar
1 & ½ – 2 dósir tomato purré
1 grænmetisteningur
rófa
karteflur
gulrætur
rauð paprika
1 tsk. Chilíkrydd
snefill af oregano
Season All
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
150 g rifinn Íslenskur Mozzarella
Pasta ( þarf ekki)

Aðferð:
Hitið olíuna í potti og brúnið hakkið í henni í nokkrar mínútur. Bætið lauknum í pottinn og kryddið aðeins með season all og látið krauma þar til laukurinn fer að mýkjast. Látið mjólkina, vatnið og rjóman útí ásamt sykrinum og saltinu, látið síðan tómaat purréið þegar þetta er farið að hitna vel. Saxið síðan grænmetið og beikonið eftir smekk (pastað ef þið viljið) ásamt kryddinu og grænmetisteningnum. Látið sjóða í 10 mín. Setjið súpuna í skálar og sáldrið rifna ostinum yfir um leið og hún er borin fram.

Auglýsingar

2 Responses to Súpuuppskriftir

  1. […] sem hafa nú þegar ákveðið að bjóða gestum og gangandi heim í súpu. Þar má einnig sjá samantekt yfir súpu-uppskriftir sem Elsa María tók saman og ykkur er velkomið að nýta […]

  2. Heiðar Jónsson skrifar:

    Frábært að finna allar þessar gómsætu „íslensku“ súpuuppskriftir. Nú get ég loksinns búið til kakósúpu aleinn án aðstoðar í eldhúsinu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: